28 janúar 2017

Hrein dásemd

Vetrarveðrið verður ekki betra en í dag.  Sól, stilla og -3°C.  Nú er svo komið að við hefjum göngurnar í björtu, full ástæða til að gleðjast yfir því.  Genginn var strandstígurinn og nutum við þess að horfa á spegilslétta höfnina og rauðbleika birtuna.  21 mætt í dag.
Vala

21 janúar 2017

Slagviðri

Þrátt fyrir að kröftugar hryðjur hafi gengið yfir í morgun mættu 13 í dag.  Göngufólk var vel búið og til í hvað sem var, en eins og svo oft áður reyndist veðrið ekki eins slæmt og við áttum von á.  Hiti 3-4°C og úrkoma minni en fyrr um morguninn.  Gengið var um götur bæjarins þar sem skjól var að fá.
Vala

14 janúar 2017

Alltaf gott að ganga

Góð mæting í dag eins og verið hefur i allan vetur, 20 mættar.  Gengið var að Víðistaðatúni til að skoða nýbyggðan skála sem við höfðum frétt af.  Flottur skáli og gæti vel hentað t.d. fyrir þorragönguna og -matinn :), verður þó ekki prófaður núna, þar sem annað hefur verið ákveðið.  Þorragangan verður 11. febr. og verða bráðum sendar út upplýsingar þar um.  Veður og færð í góðu lagi, smáúrkoma, gjóla og +2°C.
Vala

07 janúar 2017

Fyrsta ganga ársins

Frábær byrjun á árinu.  30 tóku þátt í gleði dagsins.  Í ótrúlega góðu veðri, 4°C, lygnu og þurru var gengið um götur bæjarins.  Að göngu lokinni buðu Jónas og Sigrún öllum hópnum til veislu og þökkum við kærlega fyrir góðar móttökur og höfðinglegar veitingar sem við gerðum góð skil.
Vala

05 janúar 2017

Fyrsta Kænuganga ársins

Kæru Fjallafreyjur. Um leið og ég minni ykkur á Kænugönguna á laugardaginn, óska ég ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegs árs með þökk fyrir samveruna á liðnu ári.
Vonandi verður þetta gott göngu- og útivistar ár, enda sína nýjustu rannsóknir að líkamsrækt er best og heilsusamlegast  úti í náttúrunni.
Sjáumst
Sigga