30 apríl 2016

Kjalarnesið

Bjart og falleg veður var þegar við gengum hring á Kjalarnesinu en nokkuð svalt. Ströndin þarna er mjög falleg, sandfjara og vogskornar klettamyndanir. Gengum upp á Brautarholtsborg og drukkum þar kaffið okkar.
10 mættir í dag, gangan tók tvo og hálfan tíma.
Á Brautarholtsborg. Gunna Ax tók myndina.

28 apríl 2016

Kjalarnes

Næsta laugardag göngum við um Kjalarnes. Göngum eftir fallegri strandlengjunni og uppá Brautarholtsborg. Ca 8-9 km létt ganga.
Nesti, hálfsdagsferð.
Mæting við Iðnsk. Hf kl. 10  og ég hitti ykkur við Krónuna í Mosó kl. 10:20
Sigga

21 apríl 2016

Sjálandsstígur í Garðabæ

Genginn hringur frá Fjarðarkaupum.  Mæting kl. 10 við FK.  Nesti.
Vala
Alltaf hægt að finna góðan stað fyrir nestið.

16 apríl 2016

Heiðmörkin ..

.. tók vel á móti okkur í dag, stígarnir orðnir mjög góðir.  Gengið var inn með Vífilstaðahlíðinni að veginum að Grunnuvötnum og þaðan farið yfir í Urriðakotshraunið.  Skoðuðum gamlar hleðslur í hraunkantinum og horfðum yfir golfvöllinn.  Það var hægviðri og milt, en smárigning mest allan tímann.  Ganga og kaffi tók um 1 1/2 klst. 16 mætt í dag.
Vala

15 apríl 2016

09 apríl 2016

Veðurblíða

Alveg dásamlegt að ganga í dag sól, heiðskírt og hægur vindur.  Gengið var frá Garðaholti út í Gálgahraunið, en þar er mikil náttúrufegurð.  Gangan tók um eina og hálfa klukkustund og síðan vorum við góðan hálftíma í kaffi og sólbaði við Garðaholt.  19 mættar í dag.
Vala
Klárar í gönguna

Óla sýnir gönguleiðina

Ekki slæmt að drekka kaffið í sólinni

08 apríl 2016

Garðaholt

Mæting við Garðaholt kl. 10.  Nesti.
Vala

Alltaf gott að drekka kaffið í rjóðrinu á Garðaholti

05 apríl 2016

Helgafellið

Bara tvær Fjallafreyjur mættu í göngu á Helgafellið í dag.  Færið var mjög gott hiti um 5°C, gjóla og þurrt.  Virkilega hressandi ganga.  Einn Fákur var á sveimi í fjallinu og myndaði hann dömurnar á leið þeirra upp gilið.  Vonandi verður mætingin betri næst.
Vala


04 apríl 2016

Helgafell

Þriðjudag kl. 17.30. Gönguleiðin nánast auð.   Mæting við Kaldársel.
Vala

02 apríl 2016

Vor í lofti

Sól og hlýr vindur lék um okkur 18 sem mættu í síðustu Kænugönguna í dag.
Gengið var uppmeð Læknum og upp Mosahlíðina. Hressandi eins og venjulega.
Þrjár bættust við í kaffi.
Sigga

01 apríl 2016

Kænan

Kænan á morgun laugardag eins og verið hefur í vetur.  Mæting kl. 10.
Vala