21 desember 2015

Jólakveðja

Elskulegu Fjallafreyjur og Fjallafákar.
Sendum okkar bestu jóla_og nýjársóskir til ykkar allra með innilegri þökk fyrir allar ánægjulegu samveru-og göngustundirnar á árinu sem er að líða.
Megi þær vera sem flestar á næsta ári.
Sjáumst 2. jan. við Kænuna.

Jólakveðjur
Sigga og Bjarni
Jólakerti í vetrarlegri Sumarkinn

19 desember 2015

Hálka

Mikil hálka er nú á götum og stígum bæjarins en veðrið með besta móti, hiti við frostmark og stilla.  Genginn var strandstígurinn, þar sem hann er alltaf ruddur og sandaður að mestu.  9 mættar í dag.

Óska öllum Fjallafreyjum og -fákum gleðilegra jóla og vonast til að sjá sem flesta i göngunni 2. janúar, þá verður nú gott að hreyfa sig eftir öll hátíðarhöldin.

Vala

17 desember 2015

Jólajóga og kaffi

23 mættu í jólajóga og kaffi þetta árið. Margt gott og girnilegt var framborið og gerð góð skil eins og venjulega.
Sigga

12 desember 2015

Froststilla

Aldeilis fallegur dagur í dag ,heiðskírt og töluvert frost en vegna stillunnar fann maður ekki mikið fyrir kuldanum á göngu.  Gengum upp á Holt.  Greinilegt að jólastressið er ekki að fara með alla því 16 mættu í dag.
Vala

05 desember 2015

Skjól í Hafnarfirði

Þrátt fyrir óveður í nágrenninu var skjól í Hafnarfirði og 1°C.  Genginn var strandstígurinn, en hann er vel ruddur.  10 mættar í dag.
Vala