Mikil fegurð í dag, -4°C, hægviðri og bjart. Göngufæri mjög gott. Gengum hring á Hvaleyrinni og nutum útsýnisins, drifhvítar Esjan og Skarðsheiðin voru baðaðar í rauðgylltri morgunsólinni. Dásamlegt að stunda útiveru við þessar aðstæður. 20 mætt í dag.
Vala
31 janúar 2015
24 janúar 2015
Á broddum
Genginn var strandstígurinn í góðu veðri en hálku og komu mannbroddarnir að góðu gagni. Ekki var mætingin alveg jafn góð og síðustu 3 laugardaga en þó mættu 15. Það styttist í þorragönguna okkar, en hún verður 7. febrúar n.k. Þann laugardag verður líka Kænuganga um morguninn.
Vala
Vala
17 janúar 2015
Veisla
Það hljóp aldeilis á snærið hjá okkur í dag. Eftir göngu á strandstígnum í ljómandi góðu veðri, vægu frosti og hægviðri, bauð Guðrún Axelsd. okkur til veislu heima, en hún átti stórafmæli nýlega. Aldeilis flottar móttökur og hafi hún kærar þakkir fyrir. Ég held svei mér þá að þátttakan í dag hafi veri 23 eins og undanfarna laugardaga. Áfram svona !
Vala
Vala
10 janúar 2015
Drifhvít jörð
Fallegt og gott veður í dag en frekar þungt á fótinn í snjónum. Gengum upp í Ásland og niður Hvamma. Aftur jafngóð mæting og síðast 23, alveg frábært þegar mætingin er svona góð, vonandi verður svo áfram.
Vala
Vala
03 janúar 2015
Flott byrjun..
.. á nýju ári, en 23 Fjallafreyjur og -fákar (3) mættu í dag. Genginn var strandstígurinn snævi þakinn og í prýðisveðri. Vonandi boðar þessi góða mæting mikla þátttöku á nýja árinu.
Vala
Vala
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)