31 desember 2014

Áramótakveðja

Óska ykkur öllum gleðilegs árs og farsældar á nýju ári.
Megi næsta ár verða gott ár þar sem við göngum til gleði og góðrar heilsu.
Sigga

27 desember 2014

Þvílík fegurð

Á þriðja dag jóla mættum við galvösk til göngu í froststillu og heiðríkju, sólarupprásin var einstaklega falleg er við gengum strandstíginn og vorum við stopp í góða stund til að dást að fegurðinni. Kænan var lokuð og bauð Jónas okkur í fínar veitingar að göngu lokinni og þökkum við honum kærlega fyrir móttökurnar.  12 mætt í dag.
Vala

23 desember 2014

Jólakveðja

Kæru Fjallafreyjur og Fjallafákar.
Okkar bestu jóla- og nýjárskveðjur til ykkar allra með innilegri þökk fyrir liðið ár í gleði, göngu og skemmtilegri samveru.
Sigga og Bjarni

22 desember 2014

Jólakaffi

24 mættu í jólakaffið í Sjúkraþjálfaranum 17, des. Margt gott og girnilegt var á boðstólum eins og venjulega. Sigga og Vala fengu jólapakka.


20 desember 2014

10 mætt

Þrátt fyrir mikið annríki og slæma færð mættu 10 til göngu í dag.  Veður var ennþá skaplegt og genginn var strandstígurinn fram og til baka.  Næsta laugardag verður Kænan lokuð, en þrátt fyrir það mætum við þar að venju og förum okkar göngu.
Óska öllum Fjallafreyjum, -fákum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.  Þakka alla góðu samveruna á árinu sem er að líða.
Jólakveðja, Vala

06 desember 2014

Snjór

Snjór yfir öllu , 1°C og hægviðri, svolítið þungt á fótinn þó ekki hálka og virkilega gott útivistarveður. Komum við á Hamrinum  og dáðumst að glæsilegu jólatrénu  og nutum útsýnis yfir bæinn.
13 mættar í dag.
Vala