Gengið verður um Hrauntunguskóg næsta laugardag. Ekið er eftir grófum vegi frá Krýsuvíkurvegi að skóginum. Skógur þessi er mjög skemmtilegur en grófur yfirferðar, engir stígar en í besta falli troðningar svo mikilvægt er að vera í góðum skóm. Á köflum er smá klöngur, kannski ekki að allra skapi en aðrir gætu haft gaman af. Þarna er einnig vandratað svo nauðsynlegt er að halda vel hópinn. Mæting við Tækniskólann í Hafnarfirði kl. 9.
Vala
19 september 2019
13 september 2019
Heiðmörk, austanverð
Þar sem Veðurstofan boðar rigningu og blástur á morgun er Vatnagöngunni frestað (ath. næsta laugardag) þess í stað verður gengið í Heimörk, austanverðri. Genginn verður hringur frá Borgarstjóraplani, eftir góðum stígum og í skjóli skógar. Haustlitirnir prýða skóginn þessa dagana. Mæting við Tækniskólann í Hafnarfirði kl. 9.
Vala
Vala
06 september 2019
05 september 2019
Úlfarsfell
Úlfarsfell næsta laugardag. Gengið verður upp norðanmegin og niður að austan. Um 5 km hringur og 230 m gönguhækkun. Mæting við Tækniskólann í Hafnarfirði kl. 9 eða við Skarhólabraut í Mosó kl. 9.15, þaðan mun Sigga lóðsa bílana að upphafsstað göngunnar. Þurfi að breyta áætlun vegna veðurútlits verður það tilkynnt hér á síðunni á föstudagskvöld. Fylgist með !
02 september 2019
Helgafell
Síðasta Helgafellsganga Fjallafreyja þetta árið verður á morgun þriðjudag kl. 17.30 frá bílastæðinu fyrir fjallið.
Vala
Vala
29 ágúst 2019
Sporhelludalir
Laugardaginn næsta verður gengið á Hengilssvæðinu: Sporhelludalir. Gengið verður frá Nesjavallaleiðinni 6-7 km stikuð leið í mishæðóttu landslagi. Mikil náttúrufegurð og útsýni. Mæting við Tækniskólann í Hafnarfirði kl. 9 eða við Rauðavatn kl. 9.15.
Vala
Vala
27 ágúst 2019
María áttræð
Þessi frábæra Fjallafreyja er áttræð í dag.
Innilegar hamingjuóski með daginn þinn frá Fjallafreyjum og Fákum.
Innilegar hamingjuóski með daginn þinn frá Fjallafreyjum og Fákum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)